fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Villa ætlar að samþykkja tilboð Man City – Grealish þarf að taka ákvörðun

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 10:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa ætlar að samþykkja 100 milljóna punda tilboð Manchester City í stjörnuleikmann sinn, Jack Grealish. Sky Sports greinir frá þessu.

Það kom fram í gær að 100 milljóna tilboð væri á borði Villa. Það hefur ekki verið formlega samþykkt. Það verður þó að öllum líkindum niðurstaðan.

Það er undir hinum 25 ára gamla Grealish komið hvort hann vilji fara til Englandsmeistaranna eður ei.

Hjá Villa hafa menn staðið fastir á því að halda honum hjá félaginu í sumar. Það kom til að mynda fram á dögunum að hann fengi boð um nýjan ofursamning hjá félaginu til að fæla Man City frá. Nú virðist hins vegar vera að Villa hafi sætt sig við stöðuna.

Ef skiptin ganga í gegn verður leikmaðurinn sá dýrasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Paul Pogba er sá dýrasti sem stendur. Manchester United keypti hann frá Juventus á 89 milljónir punda árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir