fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Wenger orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Sviss – Talinn sérstaklega heillandi kostur út af þessu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 14:00

Arsene Wenger. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Sviss. Fjallað er um þetta í fjölmiðlum þar í landi.

Wenger hefur ekki gegnt knattspyrnustjórastarfi frá því hann hætti hjá Arsenal árið 2018. Hann hafði verið hjá félaginu í 22 ár.

Hann hefur undanfarið unnið við framþróun knattspyrnunnar á heimsvísu á vegum FIFA.

Vladimir Petkovic hætti sem landsliðsþjálfari Sviss eftir Evrópumótið til þess að taka við Bordeaux í efstu deild Frakklands. Starfið er því laust.

Knattpsyrnusamband Sviss vill fá reynslumikinn mann til að taka við starfinu þar sem nokkuð stutt er í heimsmeistaramótið í Katar. Það hefst í nóvember á næsta ári.

Ásamt því að vera frábær knattspyrnustjóri er Wenger talinn vera góður kostur í starfið vegna tungumálakunnáttu sinnar. Leikmenn Svissnesska landsliðsins tala ýmist frönsku, ítölsku eða þýsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enski landsliðsmaðurinn áfram á blaði Chelsea – Fylgjast með samningaviðræðum hans

Enski landsliðsmaðurinn áfram á blaði Chelsea – Fylgjast með samningaviðræðum hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar