fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Segir afsökun Orra lélega og sakar hann um hræsni – ,,Ef það er einhvers staðar heimadómgæsla þá er það á Akureyri“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 13:00

Orri Freyr/ mynd: akureyri.net

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs í Lengjudeild karla, var virkilega ósáttur með Knattspyrnusamband Íslands á dögunum fyrir að hafa dómara sem skráður er í erkifjendurna í KA sem línuvörð í leik liðsins gegn Fram. Þór tapaði leiknum 0-2 og fannst Orra dómgæslan í leiknum slök. Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, segir afsökunina dapra.

,,Það er gjörsamlega galið að vera með aðstoðardómara frá hinu liðinu á Akureyri þetta myndi aldrei vera tekið í mál í Reykjavík, KSÍ á alveg nógu mikla peninga til að geta fengið einhvern hlutlausann í að koma hérna og dæma þessa leiki,“ sagði Orri við Fótbolta.net eftir leik.

Kristján sagði í Dr. Football í dag að afsökunin væri léleg, sérstaklega í ljósi þess að honum þykir heimamenn oft vera í hlutverki dómara á Akureyri.

,,Að kenna línuverði sem er skráður í KA að Þór hafi tapað leik fyrir langbesta liði Lengjudeildarinnar, það er lélegt afsökun. Ef það er einhvers staðar sem hefur verið heimadómgæsla í gegnum tíðina þá er það á Akureyri og Húsavík og Dalvík og Ólafsfirði. Ég veit ekki hvað maður hefur mætt oft í þorpið eða á KA-völlinn og það er alltaf bara einhverjir frændur leikmanna á línunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur