fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Segir afsökun Orra lélega og sakar hann um hræsni – ,,Ef það er einhvers staðar heimadómgæsla þá er það á Akureyri“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 13:00

Orri Freyr/ mynd: akureyri.net

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs í Lengjudeild karla, var virkilega ósáttur með Knattspyrnusamband Íslands á dögunum fyrir að hafa dómara sem skráður er í erkifjendurna í KA sem línuvörð í leik liðsins gegn Fram. Þór tapaði leiknum 0-2 og fannst Orra dómgæslan í leiknum slök. Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, segir afsökunina dapra.

,,Það er gjörsamlega galið að vera með aðstoðardómara frá hinu liðinu á Akureyri þetta myndi aldrei vera tekið í mál í Reykjavík, KSÍ á alveg nógu mikla peninga til að geta fengið einhvern hlutlausann í að koma hérna og dæma þessa leiki,“ sagði Orri við Fótbolta.net eftir leik.

Kristján sagði í Dr. Football í dag að afsökunin væri léleg, sérstaklega í ljósi þess að honum þykir heimamenn oft vera í hlutverki dómara á Akureyri.

,,Að kenna línuverði sem er skráður í KA að Þór hafi tapað leik fyrir langbesta liði Lengjudeildarinnar, það er lélegt afsökun. Ef það er einhvers staðar sem hefur verið heimadómgæsla í gegnum tíðina þá er það á Akureyri og Húsavík og Dalvík og Ólafsfirði. Ég veit ekki hvað maður hefur mætt oft í þorpið eða á KA-völlinn og það er alltaf bara einhverjir frændur leikmanna á línunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi