fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Valur vann öruggan sigur – Fylkir í tómum vandræðum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 18:58

Pétur Pétursson er þjálfari Vals.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vann öruggan sigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í leik sem er nýlokið. Spilað var á Wurth-vellinum í Árbæ. Leikurinn var liður í 12. umferð.

Fylkir hóf leikinn mjög vel og komst yfir strax á 5. mínútu með marki Bryndísar Örnu Níelsdóttur.

Gestirnir komust þó fljótlega í gang og var Mist Edvardsdóttir búin að jafna fyrir Val á 13. mínútu. Stuttu síðar voru Valskonur búnar að snúa leiknum sér í hag þegar Mist skoraði sitt annað mark.

Það vor svo á 17. mínútu sem Cyera Makenzie Hintzen skoraði þriðja mark Vals.

Staðan í hálfleik var 1-3.

Seinni hálfleikurinn var fremur rólegur og spilaðist Val í hag, í ljósi forystu þeirra.

Valur setti þó tvö mörk á heimakonur á síðasta stundarfjórðungnum.

Fyrst gerði Ásdís Karen Halldórsdóttir endanlega út um leikinn með fjórða marki Vals. Það var svo Elín Metta Jensen sem innsiglaði 1-5 sigur þeiira með marki í blálokin.

Valur er á toppi deildarinnar með 32 stig, 4 stigum meira en Breiðablik.

Fylkir er í vandræðum. Þær hafa 9 stig í neðsta sæti, 2 stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“