Þróttur R. vann mikilvægan 3-0 sigur á Selfyssingum í botnbaráttuslag í Lengjudeild karla í kvöld. Leikið var á JÁVERK-vellinum á Selfossi.
Kairo Edwards-John kom Þrótturum yfir á 21. mínútu eftir stoðsendingu frá Róberti Haukssyni. Hinrik Harðarson bætti við öðru markinu á 55. mínútu eftir aðra stoðsendingu og gott hlaup frá Róberti Haukssyni. Róbert kórónaði svo frábæra frammistöðu sína í leiknum með þriðja marki Þróttara á 90. mínútu og þar við sat.
Þróttur R. er áfram í fallsæti en liðið er í 11. sæti með 10 stig, tveimur stigum á eftir Selfossi sem situr í síðasta örugga sætinu með 12 stig eftir 14 leiki.
Lokatölur:
Selfoss 0 –3 Þróttur R.
0-1 Kairo Edwards-John (‘21)
0-2 Hinrik Harðarson (’55)
0-3 Róbert Hauksson (’90)