fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Blikarnir ungu á bekknum á móti stórliðum

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 19:36

Patrik Gunnarsson / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er í gangi æfingaleikur Manchester United og Brentford og er íslenski markmaðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson á bekknum. Þegar þetta er skrifað er staðan 1-1.

Brentford endaði í 3. sæti Championship deildarinnar á síðustu leiktíð og tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð í gegnum umspil. Patrik var á láni hjá Silkeborg á síðustu leiktíð.

Einnig er leikur Midtjylland gegn Celtic í undankeppni Meistaradeildarinnar í gangi og þar er Elías Rafn Ólafsson á bekknum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf að grípa til framlengingar.

Elías Rafn Ólafsson gekk til liðs við Midtjylland árið 2018 en hefur verið lánaður til Aarhus og Fredericia síðustu tímabil.

Báðir markmennirnir koma frá Breiðablik og eru afar efnilegir. Spennandi verður að fylgjast með hvort þeir fái tækifæri til þess að spreyta sig með sínum liðum. Þeir voru báðir valdir í síðasta landsliðshóp okkar Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Í gær

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Í gær

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Lingard opinn fyrir endurkomu

Lingard opinn fyrir endurkomu
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“