fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Gríðarlega óvænt úrslit í Keflavík – Víkingur og Valur í harðri titilbaráttu eftir sigra

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 21:16

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er nýlokið í 14. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Víkingur vann Stjörnuna í skemmtilegum leik

Víkingur Reykjavík tók á móti Stjörnunni og vann sigur í skemmtilegum leik.

Oliver Haurits kom gestunum yfir á 8. mínútu með svakalegu marki. Hann skaut þá frá miðju og skoraði.

Nikolaj Hansen jafnaði metin fyrir Víkinga um tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Hann skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf Kristals Mána Ingasonar.

Jafnt var í hálfleik.

Hansen kom heimamönnum yfir í upphafi seinni hálfleiks með marki eftir fyrirgjöf frá Atla Barkarsyni.

Helgi Guðjónsson gerði þriðja mark Víkings. Hann fékk þá sendingu inn fyrir frá Atla og afgreiddi boltann í markið.

Stjarnan minnkaði muninn í uppbótartíma. Þá skoraði Emil Atlason eftir fyrirgjöf frá Óla Val Ómarssyni. Lokatölur 3-2.

Víkingur er í öðru sæti deildarinnar með 29 stig, stigi á eftir toppliði Vals, eftir að hafa spilað fjórtán leiki.

Stjarnan er í tíunda sæti með 13 stig, 3 stigum fyrir ofan fallsæti.

Óvæntur sigur Keflvíkinga

Keflavík vann gríðarlega óvæntan heimasigur á Breiðabliki.

Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik. Það var þó Keflavík sem náði forystunni með marki frá Joey Gibbs. Það gerði hann á 44. mínútu. Hann nýtti sér þá mistök hjá Viktori Erni Margeirssyni í vörn Breiðabliks og skoraði.

Keflavík leiddi í hálfleik.

Frans Elvarsson kom heimamönnum yfir strax í upphafi seinni hálfleiks. Hann skoraði þá eftir sendingu frá Ingimundi Aroni Guðnasyni. Staðan orðin vænleg fyrir heimamenn.

Nokkrum mínútum síðar fengu gestirnir víti. Á punktinn fór Thomas Mikkelsen. Hann skaut þó í stöngina.

Þetta var ekki dagur Blika. Glæsilegur 2-0 sigur Keflvíkinga staðreynd.

Keflavík er í áttunda sæti deildarinnar með 16 stig eftir þrettán leiki.

Breiðablik er í þriðja sæti með 23 stig eftir jafnmarga leiki.

Öruggt hjá Val í Kórnum

Valur átti ekki í miklum vandræðum með HK í kórnum.

Þrátt fyrir fínan fyrri hálfleik lentu heimamenn undir í blálok hans. Patrick Pedersen skoraði þá fyrir Val eftir sendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni.

Valur leiddi í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleik tvöfaldaði Birkir Már Sævarsson forystu Íslandsmeistaranna. Hann skoraði eftir flottan undirbúning nafna síns, Birkis Heimissonar.

Á 66. mínútu gulltryggði Andri Adolphson sigurinn fyrir Val með góðu marki. Lokatölur 0-3.

Valur er á toppi deildarinnar með 30 stig eftir fjórtán spilaða leiki.

HK er í ellefta sæti, fallsæti, með 10 stig eftir jafnmarga leiki. Liðið er 3 stigum frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Newcastle að hefja viðræður við mögulegan arftaka Bruce

Newcastle að hefja viðræður við mögulegan arftaka Bruce
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“