fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Lengjudeildin: ÍBV burstaði Grindavík í Eyjum

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 23. júlí 2021 19:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV vann 4-1 sigur á Grindavík í Lengjudeildinni í kvöld. Leikið var á Hásteinsvellinum í Eyjum.

Dion Jeremy Acoff kom Grindavík yfir á 37. mínútu en Sito Seoane jafnaði metin fyrir ÍBV þegar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Guðjón Pétur Lýðsson kom ÍBV yfir á 58. mínútu og Stefán Ingi Sigurðarson bætti við þriðja markinu fjórum mínútum síðar. Tómas Bent Magnússon innsiglaði sigur heimamanna á 77. mínútu eftir sendingu frá Sito Seoane.

ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 13 leiki, sex stigum á eftir toppliði Fram sem á leik til góða. Grindavík er í 5. sæti með 20 stig.

Í öðrum leik kvöldsins vann Þór 4-2 sigur á Grótta. Leikið var á SaltPay vellinum á Akureyri.

Ásgeir Marinó skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu og Jóhann Helgi bætti við öðru marki fjórum mínútum síðar. Fannar Daði Malmquist Gíslason kom Þór í 3-0 á 39. mínútu og Ásgeir Marinó skoraði annað mark sitt á 55. mínútu og kom Þór í 4-0. Kjartan minnkaði muninn fyrir Gróttu á 67. mínútu og Pétur Theódór Árnason skoraði annað mark Gróttu á 86. mínútu og þar við sat.

Úrslit kvöldsins:

ÍBV 4 – 1 Grindavík
0-1 Dion Jeremy Acoff (‘37 )
1-1 Sito Seoane (’47)
2-1 Guðjón Pétur Lýðsson (’58 )
3-1 Stefán Ingi Sigurðarson (’62)
4-1 Tómas Bent Magnússon (’77)

Þór 4 – 2 Grótta
1-0 Ásgeir Marinó Baldvinsson (‘26 )
2-0 Jóhann Helgi Hannesson (’30)
3-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason (’39 )
4-0 Ásgeir Marinó Baldvinsson (’55)
4-1 Kjartan Kári Halldórsson (’67)
4-2 Pétur Theódór Árnason (’86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“