Veggmynd af Marcus Rashford í Manchester var í gær eyðilögð í kjölfar þess að leikmaðurinn klikkaði á vítaspyrnu í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítölum á sunnudag. Nú hefur samfélagið svarað verknaðinum á fallegan hátt.
Enska landsliðið tapaði fyrir því ítalska í vítaspyrnukeppni. Þeim Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka tókst ekki að skora úr sínum spyrnum.
Allir þessir leikmenn eru dökkir á hörund og því miður ákváð nokkur fjöldi af illa innrættu fólki að senda þeim skilaboð þar sem það var notað gegn þeim eftir leik.
Einnig var veggmyndin, sem sett var upp vegna góðverka Rashford fyrir fátæk börn á Englandi, skemmd.
Í gær sást kona mæta á svæðið og hylja óverknaðinn með hjörtum og fallegum skilaboðum. Í kjölfarið hefur samfélagið í Manchester brugðist frábærlega við og farið að fordæmi konunnar. Veggmyndin af Rashford er því þakin ást og kærleik.
How racist vandalism became an overwhelming tower of support.
Messages for @MarcusRashford from the local community are still flooding in after he suffered racist abuse and his mural in Manchester was defaced.#HateWontWin ❤️pic.twitter.com/Jp6UIPlnZ3
— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 13, 2021