Ítalska landsliðið í knattspyrnu mætti aftur heim til Ítalíu eftir sigur sinn á Evrópumótinu í gær. Fengu þeir konunglegar móttökur eins og má sjá neðst í fréttinni.
Eins og flestir vita þá mættust England og Ítalía í úrslitaleik EM í gærkvöldi. Luke Shaw kom þeim ensku yfir strax á 2. mínútu en Leonardo Bonucci jafnaði leikinn um miðjan seinni hálfleik.
Ekki var hægt að skera úr um sigurvegara í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Ítalía vann svo í vítaspyrnukeppni.
Þegar liðsrútan með ítalska liðinu innanborðs mætti svo aftur til heimalandsins í dag þá beið fjöldi fólks eftir þeim til að fagna.
Liðið mun svo hitta bæði forseta og forsætisráðherra þjóðarinnar í kvöld þar sem þeir verða hylltir.
Italy players being greeted by the fans as they arrive back home 🏆 🇮🇹 pic.twitter.com/t6yiNTQWkP
— Football Daily (@footballdaily) July 12, 2021