Óhugnanlegt myndband gengur nú um netheima þar sem hópur enskra stuðningsmanna gengur í skrokk á einum ítölskum stuðningsmanni.
England og Ítalía mætast auðvitað í úrslitaleik Evrópumótsins í kvöld.
Eitthvað hefur verið um vandræði á enskum stuðningsmönnum í aðdraganda leiksins. Fjöldi miðalausra stuðningsmanna reyndi til að mynda að brjóta sér leið inn á Wembley-leikvanginn, þar sem leikurinn fer fram, fyrr í dag.
Samkvæmt því sem kemur fram í myndbandinu af barsmíðunum á ítalska manninum var ein af konunum sem tóku þátt að leita að einhverju í töskunni sinni sem hún gat stungið hann með. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
the english people are a blight on humanity
— Nariman△⃒⃘🇮🇹 (@slytherinus) July 11, 2021