10. júlí er dagur sem knattspyrnusnillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo gleyma seint. Það er dagurinn þar sem þeir unnu báðir sína fyrstu titla með landsliðum sínum.
Messi varð í nótt Suður-Ameríkumeistari með Argentínu eftir 1-0 sigur liðsins á heimamönnum í Brasilíu í úrslitaleiknum
Þá voru í gær fimm ár síðan Ronaldo vann Evrópumeistaratitilinn með Portúgal. Þá vann liðið heimamenn í Frakklandi, 1-0.
Leikmennirnir hafa auðvitað unnið ófáa titla með félagsliðum sínum. Það er frábært fyrir þá að eiga einnig gullpeninga fyrir árangur með landsliðum sínum.
July 10, 2016: Ronaldo wins his first international trophy.
July 10, 2021: Messi wins his first international trophy.
The day of the GOAT 🐐 pic.twitter.com/ZObIG2vsR5
— ESPN FC (@ESPNFC) July 11, 2021