Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Veratti er vægast sagt spenntur fyrir úrslitaleik Evrópumótsins 2020 sem fram fer á Wembley leikvangnum á sunnudag, en hann segir að leikurinn verði „epískur“.
Miðjumaðurinn hrósaði fagmannlegri frammistöðu Englendinga í sigurleiknum gegn Dönum á miðvikudaginn var. Hinn 28 ára gamli leikmaður PSG á Frakklandi sagði Englendinga eiga skilið að fara áfram, en gaf þó í skyn að dómari leiksins hefði verið gjafmildur að gefa Englendingum víti.
Verratti sem hefur lagt upp tvö mörk á mótinu hingað til segist hlakka til að spila á stórfenglegum Wembley leikvangnum í Lundúnum.
„Fyrir fótboltamann er þetta það sem maður hefur dreymt um síðan maður var barn,“ sagði hann í viðtali á fimmtudaginn.
Roberto Mancini og lærisveinar hans komust í þriðja úrslitaleik Ítala í sögu EM eftir hafa unnið Spánverja í vítaspyrnukeppni á þriðjudaginn var. Þeir munu mæta Gareth Southgate og hans mönnum í úrslitaleiknum á Wembley á sunnudaginn.
Harry Kane skoraði sigurmark Englendinga í framlengingu með því að fylgja á eftir vítaspyrnu sem Kasper Schmeichel hafði varið frá honum.