fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Mourinho hjólar í dómarann eftir vítaspyrnudóminn umdeilda – ,,Hann mun ekki sofa vel“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 09:43

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourinho var allt annað en sáttur með þá ákvörðun Danny Makkelie, dómara í leik Danmerkur og Englands í undanúrslitum Evrópumótsins í gær, að dæma víti þegar Raheem Sterling fór afar auðveldlega niður í teig Dana. Mourinho sagði til að mynda að Makkelie ,,myndi ekki sofa vel“ eftir dóminn. Portúgalinn ræddi við talkSPORT.

England vann leikinn 2-1 eftir framlengingu. Vítið var veitt í framlengingunni og upp úr því skoraði Harry Kane er hann fylgdi eftir markvörslu Kasper Schmeichel.

,,Þetta er aldrei víti. Betra liðið vann, England átti sigurinn skilið. Þeir voru frábærir en að mínu mati var þetta aldrei víti,“ sagði Mourinho. ,,Á þessu stigi, í undanúrslitaleik á EM, skil ég ekki ákvörðun dómarans.“ 

Mourinho tók þó fram að hann sé glaður með úrslit leiksins þrátt fyrir að hann hafi verið ósáttur með vítaspynudóminn.

,,Sem stuðningsmaður fótboltans er ég ánægður með að England hafi unnið, ekki misskilja mig. Þeir áttu skilið að vinna. En sem stuðningsmaður fótboltans er ég líka svekktur með að vítaspyrnan hafi verið dæmd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Í gær

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Í gær

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Í gær

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“