fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Norðurlandafrumsýning á sögu Sir Alex Ferguson

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 12:23

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viaplay fjárfestir verulega í íþróttaheimildarmyndum og mun sýna margar og spennandi slíkar myndir í sumar. Þeirra á meðal er Norðurlandafrumsýning á sögu hins goðsagnakennda þjálfara Manchester United, Sir Alex Ferguson: Never Give In, sem og myndin Made in Senegal, sem fjallar um Liverpool-stjörnuna Sadio Mané.

„Heimildamyndapakki Viaplay styður fullkomlega við stórmót sumarsins, en hann inniheldur myndir sem segja heillandi sögur af mörgum allra bestu í íþróttaheiminum – og jafnvel af þeim verstu,“ segir Kim Mikkelsen, yfirmaður íþróttasviðs hjá NENT Group.

Sir Alex Ferguson þjálfaði Manchester United í 27 ár og náði fordæmalausum árangri með liðið, meðal annars sögulegri þrennu árið 1999 sem vannst með dramatískum sigri á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Í Viaplay-heimildarmyndinni Sir Alex Ferguson: Never Give In, segir hann sjálfur frá því hvernig hann varð sigursælasta knattspyrnuþjálfari í heimi.

Hann segir frá uppvextinum í harðskeyttum hverfum Glasgow-borgar, leiknum sem breytti lífi hans þegar hann var ungur að árum og leiddi síðar til skínandi þjálfaraferils, fyrst sem þjálfari Aberdeen og síðar Manchester United, allt til dagsins örlagaríka í maí 2018 þegar hann fékk alvarlega heilablæðingu.

Myndinni er leikstýrt af Jason, syni Alex Ferguson, og á meðal viðmælenda eru sumir af þekktustu knattspyrnusnillingunum frá tíma Fergusons hjá Manchester United – Ryan Giggs og Eric Cantona – sem gefa álit sitt á þessum goðsagnakennda leiðtoga. „Þegar allt kemur til alls er hér á ferðinni heillandi frásögn af lífi Fergusons, sem enginn knattspyrnuunnandi ætti að láta fram hjá sér fara, óháð því með hvaða lið hann styður,“ segir Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfæðingur hjá Viaplay

Sir Alex Ferguson: Never Give In er ekki eina spennandi knattspyrnuheimildarmyndin sem Viaplay er að bæta við úrvalið sitt í sumar. Þeirra á meðal eru myndirnar Made In Senegal frá árinu 2020, sem fjallar um Liverpool-stjörnuna Sadio Mané sem yfirgefur þorpið sitt og þarf að berjast við ofurefli til að leggja knattspyrnuheiminn undir sig; Becoming Zlatan sem fjallar um sænsku ofurstjörnuna Zlatan Ibrahimovic og Next Goal Wins, sem fjallar um landslið Bandarísku-Samóa, versta knattspyrnulandslið í heimi. Smáeyjaríkið á meðal metið yfir stærsta tapið í landsleik, eftir að liðið tapaði 0-31 á móti Ástralíu. Myndin er skemmtilegt mótvægi við hágæðafótboltann sem leikinn er um þessar mundir bæði í Evrópu (EM 2020) og Suður-Ameríku (Suður-Ameríkukeppnin). Auk þess myndar heimildarmyndin grunninn að væntanlegri kvikmynd.

Annað heimildarmyndaefni í sumar, sem ekki tengjast knattspyrnu, er meðal annars The Kings, heimildarþættir í fjórum hlutum um hnefaleikagoðsagnirnar Sugar Ray Leonard, Marvin Hagler, Thomas Hearns og Robert Duran, en á milli þeirra myndaðist einhver mesti rígur í sögu hnefaleikahringsins á 9. áratugnum; og Senna sem fjallar um einn örlagaríkasta atburðinn í akstursíþróttasögunni, brasilísku Formúlu 1 stjörnuna Ayrton Senna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Í gær

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld