Tveimur leikjum lauk rétt í þessu í 9. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Valur sigraði Selfoss í toppslagnum og Blikar komu til baka og unnu Þrótt.
Tiffany Janea kom Breiðablik yfir eftir tæplega hálftíma leik. Linda Líf Boama jafnaði á 64. mínútu og Katherina Amanda kom Þrótturum yfir tíu mínútum síðar úr vítaspyrnu. Blikastelpur gáfust ekki upp og jafnaði Agla María á 87.mínútu og Vigdís Edda Friðriksdóttir kom Blikum yfir í uppbótartíma og tryggði þeim stigin þrjú.
Breiðablik er í 2. sæti með 18 stig en Þróttur er í 5. sæti með 12 stig.
Þróttur 2 – 3 Breiðablik
0-1 Tiffany Janea Mc Carty (´28)
1-1 Linda Líf Boama (´64)
2-1 Katherine Amanda Cousins (´76)
2-2 Agla María Albertsdóttir (´87)
2-3 Vigdís Edda Friðriksdóttir (´90+3)
Mist Edvardsdóttir kom Völsurum yfir snemma í seinni hálfleik en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði stuttu síðar. Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Vals á 77. mínútu eftir stoðsendingu frá Mist og tryggði Völsurum þar með stigin þrjú.
Valur er í toppsætinu með 20 stig en Selfoss er í 3. sæti með 14 stig.
Selfoss 1 – 2 Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir (´48)
1-1 Hólmfríður Magnúsdóttir (´54)
1-2 Elín Metta Jensen (´77)