fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Pepsi-Max deild kvenna: Valur heldur toppsætinu – Blikar sluppu með skrekkinn

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 21:54

Viðureign Breiðabliks og Vals er vinsælust í efstu deild kvenna. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk rétt í þessu í 9. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Valur sigraði Selfoss í toppslagnum og Blikar komu til baka og unnu Þrótt.

Tiffany Janea kom Breiðablik yfir eftir tæplega hálftíma leik. Linda Líf Boama jafnaði á 64. mínútu og Katherina Amanda kom Þrótturum yfir tíu mínútum síðar úr vítaspyrnu. Blikastelpur gáfust ekki upp og jafnaði Agla María á 87.mínútu og Vigdís Edda Friðriksdóttir kom Blikum yfir í uppbótartíma og tryggði þeim stigin þrjú.

Breiðablik er í 2. sæti með 18 stig en Þróttur er í 5. sæti með 12 stig.

Þróttur 2 – 3 Breiðablik
0-1 Tiffany Janea Mc Carty (´28)
1-1 Linda Líf Boama (´64)
2-1 Katherine Amanda Cousins (´76)
2-2 Agla María Albertsdóttir (´87)
2-3 Vigdís Edda Friðriksdóttir (´90+3)

Mist Edvardsdóttir kom Völsurum yfir snemma í seinni hálfleik en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði stuttu síðar. Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Vals á 77. mínútu eftir stoðsendingu frá Mist og tryggði Völsurum þar með stigin þrjú.

Valur er í toppsætinu með 20 stig en Selfoss er í 3. sæti með 14 stig.

Selfoss 1 – 2 Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir (´48)
1-1 Hólmfríður Magnúsdóttir (´54)
1-2 Elín Metta Jensen (´77)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld