Crystal Palace er búið að semja við Patrick Vieira um að hann verði næsti stjóri félagsins að því er segir í frétt Athletic.
Vieira er sagður vera á leiðinni til London í dag og formleg tilkynning verður gefin út seinna í dag.
Crystal Palace hefur leitað að nýjum stjóra síðan Roy Hodgson ákvað að segja þetta gott eftir síðasta tímabil.
Þetta verður fyrsta þjálfarastarf Vieira á Englandi en hann hefur áður þjálfað OGC Nice og New York City FC.
Ellefu leikmenn eru að renna út á samning hjá félaginu og þarf Vieria því strax að taka til í leikmannamálum hjá félaginu.
🚨 Exclusive: Crystal Palace complete deal to appoint Patrick Vieira as manager — official announcement expected today. 45yo scheduled to arrive in London this morning after #CPFC finalised contract until 2024. All PL club vacancies now gone @TheAthleticUK https://t.co/nBrauneSqn
— David Ornstein (@David_Ornstein) July 4, 2021