Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, hefur lofað að gefa allt í leikinn gegn Úkraínu á morgun til þess að heiðra stuðningsmann liðsins sem lést við að fagna marki hans í 16-liða úrslitunum gegn Þýskalandi.
Charlie Naughton féll niður á meðan hann horfði á stórleikinn með vinum og fjölskyldu í London. Þrátt fyrir snögg viðbrögð náðist ekki að bjarga manninum. Kane sendi fjölskyldu hans kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter og lofaði að gefa allt í leikinn:
„Mér þykir mjög leiðinlegt að heyra þessar sorglegu fréttir um Charlie – hugsanir mínar eru hjá fjölskyldu og vinum hans og ég sendi samúðarkveðjur. Við gefum allt í leikinn á morgun og út mótið fyrir aðdáendur eins og Charlie. Hvíldu í friði Charlie Naughton,“ sagði Harry Kane á Twitter.
Reece James og Mason Mount sendu einnig kveðju á Twitter en Naughton var harður stuðningsmaður Chelsea.
I'm so sorry to hear about Charlie passing away – my thoughts and condolences go out to his family and friends. We will give it everything tomorrow and for the rest of the tournament for fans like Charlie. RIP Charlie Naughton. https://t.co/G0k9GZeOLq
— Harry Kane (@HKane) July 2, 2021