Lecce á Ítalíu borgar 44 milljónir íslenskra króna fyrir Brynjar Inga Bjarnason sem skrifað hefur undir hjá félaginu. Hann kemur til félagsins frá KA. Ítalskir miðlar segja kaupverðið 300 þúsund evrur.
Lecce leikur í næst efstu deild á Ítalíu en liðið hafnaði í fjórða sæti þar á síðustu leiktíð, Brynjar hefur lengið verið undir smásjá félagsins.
Brynjar sló í gegn með íslenska landsliðinu í maí þegar hann fékk tækifæri og gerði vel, hann lék þrjá landsleiki og stóð sig með miklum ágætum.
Brynjar er 21 árs gamall varnarmaður en ljóst er að það er mikil blóðtaka fyrir KA að missa hann á þessum tímapunkti.
Kaupverðið á Brynjari vekur athygli enda er ekki oft sem leikmenn fara frá Íslandi fyrir svo háa upphæð.