fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

EM 2020: England sló Þýskaland úr leik – Grealish kom inn á og hafði mikil áhrif

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 17:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England sló Þýskaland úr leik í 16-liða úrslitum EM 2020 í dag. Leikið var á Wembley.

Liðin héldu spilunum þétt að sér í fyrri hálfleik. Timo Werner fékk besta færi hans þegar hann slapp einn í gegn en Jordan Pickford varði vel frá honum.

Seinni hálfleikur var líka rólegur lengi vel. Á 70. mínútu kom Jack Grealish inn af bekknum og átti það eftir að breyta miklu.

England komst yfir á 75. mínútu. Þá fann Grealish Luke Shaw úti vinstra megin, hann renndi honum fyrir þar sem Raheem Sterling kom með frábært hlaup og skoraði.

Sterling skorar mark sitt. Mynd/Getty

Stuttu síðar fékk Thomas Muller algjört dauðafæri til að jafna leikinn. Sterling átti þá hræðilega sendingu til baka sem varð þess valdandi að Muller slapp í gegn. Þjóðverjinn skaut þó framhjá.

Harry Kane gerði út um leikinn á 86. mínútu. Hann skoraði þá með skalla eftir sendingu Grealish. Lokatölur 2-0.

Englendingar fara áfram í 8-liða úrslit. Þar mæta þeir Svíðþjóð eða Úkraínu. Þýskaland er úr leik. Þetta var síðasti leikur Joachim Low sem stjóri liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Í gær

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina