fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

EM 2020: Spánverjar áfram eftir magnaðan leik í Kaupmannahöfn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júní 2021 18:41

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánn er kominn í 8-liða úrslit eftir sigur á Króatíu í framlengdum leik í 16-liða úrslitum í dag. Leikið var á Parken í Kaupmannahöfn.

Spánverjar stjórnuðu leiknum fyrstu 20 mínúturnar og virkuðu til alls líklegir. Á 20. mínútu gerði Unai Simon, markvörður þeirra, sig þó sekan um skelfileg mistök þegar hann missi sendingu Pedri til baka fram hjá sér. Inn í markið fór boltinn og Króatar komnir yfir.

Það slokknaði aðeins á Spánverjunum fyrstu mínúturnar eftir markið en Pablo Sarabia náði þó að jafna metin á 38. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-1.

Leikmenn spænska liðsins mættu sterkari út í seinni hálfleikinn. Á 57. mínútu kom Cesar Azpilicueta þeim yfir með flottu skallamarki.

Ferran Torres virtist svo vera að gera út um leikinn um 20 mínútur síðar þegar hann skoraði eftir að króatísku varnarmennirnir höfðu gleymt sér. Staðan 3-1.

Mislav Orsic minnkaði muninn fyrir Króata á 85. mínútu. Það gerði lokamínúturnar afar spennandi.

Það var svo á annari mínútu uppbótartíma sem Mario Pasalic skallaði boltann í netið og jafnaði metin. Staðan eftir venjulegan leiktíma 3-3 og því þurfti að grípa til framlengingar.

Þar höfðu Spánverjar betur. Alvaro Morata skoraði laglegt mark á 100. mínútu og Mikel Oyarzabal gerði út um leikinn með marki þremur mínútum síðar. Lokatölur 5-3 eftir framlengdan leik.

Spánn mætir Frakklandi eða Sviss í 8-liða úrslitum. Króatar fara heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Í gær

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“