Dregið var í Mjólkurbikarnum nú rétt í þessu, hart verður barist í undanúrslitum kvenna en þar mætast Valur og Breiðablik. FH og Þróttur mætast í hinum leiknum.
Í 16 liða úrslitum karla eru nokkrir áhugaverðir leikir en Völsungur fer í heimsókn til Vals. Stórleikurinn er viðureign Víkngs og KR.
Keflavík sem sló Breiðablik úr leik í 32 liða úrslitum fær KA í heimsókn.
Drátturinn í 16 liða úrslit í karlaflokki:
Vestri – Þór
Fjölnir – ÍR
Víkingur – KR
HK – KFS
Valur – Völsungur
ÍA – FH
Fylkir – Haukar
Keflavík – KA
Undanúrslit kvenna:
Breiðablik – Valur
Þróttur Reykjavík – FH