Sky Sports fullyrðir að Rafael Benítez verði kynntur sem nýr stjóri Everton á næstu dögum.
Carlo Ancelotti yfirgaf starf sitt hjá Everton og tók við Real Madrid eftir tímabilið og hefur félagið leitað að stjóra síðan. Hann er nú fundinn og hefur félagið boðið Benítez.
Rafael Benítez stýrði erkifjendunum í Liverpool frá 2004 til 2010 þar sem hann vann Meistaradeildina og FA-bikarinn. Hann var afar vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.
Stuðningsmenn Everton eru vægast sagt brjálaðir með þessa ráðningu vegna tengslanna við Liverpool og hafa mótmælt harkalega á samfélagsmiðlum síðustu daga. Stjórnarformenn félagsins eru þó vissir um að Rafa sé rétti maðurinn fyrir félagið.