Fjölnir tók á móti Þór í Lengjudeild karla í kvöld. Þar sigraði Þór örugglega og vann leikinn 0-3.
Alvaro Montejo Calleja skoraði öll mörk Þórsara í dag ásamt því að klúðra víti. Hann var því allt í öllu í leiknum í dag.
Þetta var lokaleikur Montejo á Íslandi en hann er á leið til Spánar og ætlar að leika aftur með uppeldisfélagi sínu.
Alvaro Montejo kom til Íslands árið 2014 og hefur spilað 118 leiki á Íslandi, langflesta fyrir Þór, og skorað í þeim 69 mörk.
Fjölnir 0 – 3 Þór
0-1 Alvaro Montejo Calleja (‘6 )
0-1 Alvaro Montejo Calleja (’13 , misnotað víti)
0-2 Alvaro Montejo Calleja (’31 )
0-3 Alvaro Montejo Calleja (’93 )