Simon Jordan á bresku útvarpsstöðinni talkSPORT hefur sett svakalega pressu á enska landsliðið fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum EM 2020. Hann segir að algjört lágmark sé að England komist í undanúrslit.
England er komið í 16-liða úrslit eftir að hafa unnið riðil sinn á mótinu. Liðið mætir Þjóðverjum í 16-liða úrslitunum á þriðjudag.
,,Það nánast þjóðarskömm ef liðið fer ekki að minnsta kosti í undanúrslit,“ sagði Jordan.
Jordan segir einnig að Gareth Southgate, stjóri enska liðsins, þurfi að sanna ágæti sitt á mótinu.
,,Southgate hlýtur að hafa færst með fjögurra blaða smára í hendinni því hann fékk vinnu þar sem ferilskráin sýnir ekki fram á að hann hafi það sem þarf. Hann fór inn í fyrsta mótið sitt og fékk Panama og Kólumbíu, lið sem höfðu enga leikmenn til að tefla fram og fór í undanúrslit.“
Jordan bendir einnig á að sú staðreynd að England spilar flesta leiki sína á mótinu á heimavelli. Einnig segir hann að drátturinn sem liðið fær alla leið sé heppilegur, takist þeim að vinna Þýskaland.
,,Þið eruð að spila á móti þar sem þið eruð í raun á heimavelli. Drátturinn gefur ykkur tækifæri sem hefur ekki verið til staðar í 55 ár. Ef við komumst ekki í gegnum Þjóðverja og í undanúrslit, eða úrslit í rauninni, þá er eitthvað mjög mikið að þessu enska liði og stjóranum.“