fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Setur svakalega pressu á Southgate og hans menn – ,,Þjóðarskömm ef liðið fer ekki að minnsta kosti í undanúrslit“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 25. júní 2021 19:30

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Jordan á bresku útvarpsstöðinni talkSPORT hefur sett svakalega pressu á enska landsliðið fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum EM 2020. Hann segir að algjört lágmark sé að England komist í undanúrslit.

England er komið í 16-liða úrslit eftir að hafa unnið riðil sinn á mótinu. Liðið mætir Þjóðverjum í 16-liða úrslitunum á þriðjudag.

,,Það nánast þjóðarskömm ef liðið fer ekki að minnsta kosti í undanúrslit,“ sagði Jordan.

Jordan segir einnig að Gareth Southgate, stjóri enska liðsins, þurfi að sanna ágæti sitt á mótinu.

,,Southgate hlýtur að hafa færst með fjögurra blaða smára í hendinni því hann fékk vinnu þar sem ferilskráin sýnir ekki fram á að hann hafi það sem þarf. Hann fór inn í fyrsta mótið sitt og fékk Panama og Kólumbíu, lið sem höfðu enga leikmenn til að tefla fram og fór í undanúrslit.“

Jordan bendir einnig á að sú staðreynd að England spilar flesta leiki sína á mótinu á heimavelli. Einnig segir hann að drátturinn sem liðið fær alla leið sé heppilegur, takist þeim að vinna Þýskaland.

,,Þið eruð að spila á móti þar sem þið eruð í raun á heimavelli. Drátturinn gefur ykkur tækifæri sem hefur ekki verið til staðar í 55 ár. Ef við komumst ekki í gegnum Þjóðverja og í undanúrslit, eða úrslit í rauninni, þá er eitthvað mjög mikið að þessu enska liði og stjóranum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning