fbpx
Mánudagur 20.september 2021
433Sport

EM: Ítalía og Wales áfram í 16-liða úrslit

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 17:56

Ítalir fagna markinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Ítalía mætti Wales og Sviss spilaði gegn Tyrklandi. Eftir þennan leik er ljóst að Ítalía og Wales fara beint áfram í 16-liða úrslit. Sviss er í þriðja sæti riðilsins og eru einnig líklegir til að komast áfram en fjögur stigahæstu liðin í þriðja sæti fara einnig áfram.

Ítalir gerðu átta breytingar frá síðasta leik á EM. Það kom ekki að sök er liðið vann 1-0 sigur gegn Wales. Pessina skoraði eina mark leiksins.

Ítalía 1 – 0 Wales
1-0 Pessina (´39)
Ampadu rautt spjald (´55)

Sviss átti flottan leik gegn slöku liði Tyrkja í dag. Seferovic kom Sviss yfir snemma leiks og Shaqiri tvöfaldaði forystuna á 26. mínútu. Kahveci minnkaði muninn á 62. mínútu. Við það efldust Svisslendingar og Shaqiri skoraði þriðja markið á 68. mínútu. Þar við sat og 3-1 sigur staðreynd.

Sviss 3 – 1 Tyrkland
1-0 Seferovic (´6)
2-0 Shaqiri (´26)
2-1 Kahveci (´62)
3-1 Shaqiri (´68)

Ítalir eru á toppi riðilsins með 9 stig. Wales er í öðru sæti með 4 stig og Sviss í þriðja sæti, einnig með 4 stig en lakari markatölu. Tyrkland er í botnsætinu án stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kevin de Bruyne ekki lengur varafyrirliði

Kevin de Bruyne ekki lengur varafyrirliði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Goðsögnin Jimmy Greaves látinn

Goðsögnin Jimmy Greaves látinn
433Sport
Í gær

Gareth Bale meiddur enn á ný

Gareth Bale meiddur enn á ný
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Aston Villa rúllaði yfir Everton í seinni hálfleik

Enski boltinn: Aston Villa rúllaði yfir Everton í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Newcastle og Leeds enn án sigurs í deildinni

Newcastle og Leeds enn án sigurs í deildinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umboðsmaður Pogba tjáir sig: „Hann gæti farið næsta sumar“

Umboðsmaður Pogba tjáir sig: „Hann gæti farið næsta sumar“