fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Ótrúlegur sprettur Mbappe í gær

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski framherjinn Kylian Mbappe er einn besti fótboltamaður heims um þessar mundir en hann spilar í heimalandinu með Paris Saint-Germain. Hann er meðal annars þekktur fyrir ansi hraða spretti.

Miðvörðurinn Mats Hummels verður seint talinn sá hraðasti í bransanum og þurfti hann að hafa sig allan við þegar Mbappe tók á rás í leik Þýskalands og Frakklands í gær. Mbappe hljóp af stað eftir skemmtilega hælsendingu frá Karim Benzema en þegar hlaupið hófst var hann dágóða vegalengd fyrir aftan Hummels.

Það virtist skipta hann litlu máli því það tók hann enga stund að ná Þjóðverjanum. Hummels náði þó að trufla hann aðeins og svo tækla boltann í burtu. Mbappe vildi fá dæmda vítaspyrnu eftir tæklinguna en fékk ósk sína ekki uppfyllta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Í gær

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United