fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Lofsamar Kjartan Henry – ,,Þorir að segja hluti sem aðrir veigra sér við að segja“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 21:32

Kjartan Henry Finnbogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson lofsamaði Kjartan Henry Finnbogason, framherja KR, í nýjasta þætti 433.is á Hringbraut. Hann segir leikmanninn vera einstakan.

Ólafur fékk Kjartan til liðs við sig í vetur er hann stýrði Esbjerg í dönsku B-deildinni. Framherjinn þurfti því miður að glíma við meiðsli fljótlega eftir komu sína. Ólafur gat þó séð, á þeim stutta tíma sem hann vann með honum, hversu frábær karakter Kjartan er.

,,Ég er búinn að reyna að fá hann nokkrum sinnum í þau lið sem ég hef verið með. Það var alveg einstakt, loksins tókst það að fá hann en því miður lendir hann í hnémeiðslum sem að taka hann út. (Hann er) einn af þeim eftirminnilegri að þjálfa, sem karakter og leikmaður, alveg geggjaður í hóp,“ sagði Ólafur um Kjartan.

Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi, spurði hann nánar út í það hvað gerði Kjartan svona einstakan.

,,Hann er náttúrulega winner. Bæði á æfingum og í leikjum þá setur hann ákveðinn standard. Hann æfir rosalega vel, hann hugsar vel um sig, hann þorir að segja hluti sem að aðrir kannski veigra sér við að segja og hann getur sagt það af því að hann gengur fyrir framan með fordæmi. Svo er hann líka góður í fótbolta. Því miður kynntist ég honum of seint í fótbolta sem þjálfari. Það hefði verið hrikalega gaman að eiga við hann þegar hann var yngri,“ sagði Ólafur.

Umræðuna um Kjartan sem og þáttinn í heild sinni, þar sem farið var um víðan völl með Ólafi, má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 3 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni