fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Framúrskarandi Framarar völtuðu yfir Þrótt

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram burstaði Þrótt Reykjavík á heimavelli í 7. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Þeir fara ótrúlega af stað í deildinni.

Kyle McLagan kom heimamönnum yfir á 15. mínútu. Róbert Hauksson jafnaði fyrir Þrótt eftir tæpan hálftíma leik en Þórir Guðjónsson svaraði strax með öðru marki fyrir Fram.

Guðmundur Magnússon fór svo langt með að gera út um leikinn með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 4-1.

Þórir bætti við sínu öðru marki á 51. mínútu. Sam Ford fékk tækifæri til að klóra í bakkann fyrir Þrótt af vítapunktinum en tókst ekki að nýta sér það. Lokatölur 5-1.

Fram er með 21 stig, fullt hús stiga. Þróttur er í tíunda sæti með 4 stig. Þeir hafa þó leikið einum leik meira en Selfoss, sem er með jafnmörg stig og Víkingur Ólafsvík sem er með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Í gær

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United