Það kom fram á Sky Sports í dag að Brighton hafi hafnað fyrsta tilboði Arsenal upp á 40 milljónir punda í miðvörðinn Ben White.
White stóð sig vel í ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð, svo vel að hann var kallaður upp í enska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið í stað hins meidda Trent Alexander-Arnold.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, leitar að styrkingu hægra meginn í vörninni. Hinn ungi William Saliba, sem leikur sem miðvörður hægra meginn, hefur verið á láni frá Arsenal í Frakklandi síðustu tvö tímabil. Miðað við það að félagið reyni nú að fá White þá verður Saliba ekki treyst til þess að vera byrjunaliðsmaður hjá Arsenal á næstu leiktíð.
Þrátt fyrir að Brighton hafi hafnað þessu tilboði þá hefur Arsenal ekki gefist upp á því að reyna að krækja í hann. Viðræður félaganna munu halda áfram.