fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Fyrsta tilboði Arsenal var hafnað

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom fram á Sky Sports í dag að Brighton hafi hafnað fyrsta tilboði Arsenal upp á 40 milljónir punda í miðvörðinn Ben White.

White stóð sig vel í ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð, svo vel að hann var kallaður upp í enska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið í stað hins meidda Trent Alexander-Arnold.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, leitar að styrkingu hægra meginn í vörninni. Hinn ungi William Saliba, sem leikur sem miðvörður hægra meginn, hefur verið á láni frá Arsenal í Frakklandi síðustu tvö tímabil. Miðað við það að félagið reyni nú að fá White þá verður Saliba ekki treyst til þess að vera byrjunaliðsmaður hjá Arsenal á næstu leiktíð.

Þrátt fyrir að Brighton hafi hafnað þessu tilboði þá hefur Arsenal ekki gefist upp á því að reyna að krækja í hann. Viðræður félaganna munu halda áfram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Með 14 milljónir á viku en þarf að dúsa á þessu hóteli næstu daga – Sjáðu myndbandið

Með 14 milljónir á viku en þarf að dúsa á þessu hóteli næstu daga – Sjáðu myndbandið