Gianluigi Donnarumma hefur skrifað undir fimm ára samning við Paris Saint-Germain. The Guardian greinir frá þessu.
Þessi 22 ára gamli markvörður kemur á frjálsri sölu frá AC Milan, þar sem hann lék fyrst 16 ára gamall. Hann hefur verið stór partur af liðinu í um fimm ár, þrátt fyrir ungan aldur.
Fyrir hjá PSG er markvörðurinn Keylor Navas. Hann hefur verið orðaður við önnur félög. Ekki er þó vitað hvort hann fari eða taki slaginn við Donnarumma um aðalmarkvarðarstöðuna.
AC Milan leysti Donnarumma af með því að fá inn Mike Maignan frá Frakklandsmeisturum Lille.