fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo orðinn markahæsti leikmaður EM frá upphafi

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo heldur áfram að slá met. Í dag varð hann fyrsti knattspyrnumaðurinn til þess að spila á fimm Evrópumótum í knattspyrnu en það var ekki eina metið sem kappin sló í dag. Hann varð einnig markahæsti leikmaður EM frá upphafi.

Portúgal vann Ungverjaland 0-3 í fyrsta leik F-riðils á EM í dag og skoraði Ronaldo tvö mörk undir lok leiks.

Ronaldo er því bæði markahæsti leikmaður Evrópumótsins og Meistaradeildarinnar frá upphafi. Þá hefur kappinn nú skorað á níu stórmótum í fótbolta í röð og jafnar þar með Asamoah Gyan frá Ghana.

Næsta met sem Ronaldo stefnir á er markamet Ali Daei sem skoraði 108 landsliðsmörk. Ronaldo er kominn með 106 mörk fyrir portúgalska landsliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Van Dijk svarar Wayne Rooney og sakar hann um leti

Van Dijk svarar Wayne Rooney og sakar hann um leti
433Sport
Í gær

Sprakk loks út hjá Rúnari – Nefnir nokkur lykilatriði sem spiluðu inn í

Sprakk loks út hjá Rúnari – Nefnir nokkur lykilatriði sem spiluðu inn í
433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið