fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Arnautovic gæti verið sendur heim eftir uppátæki sitt

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 12:00

Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríski framherjinn Marko Arnautovic kom inn sem varamaður gegn Norður-Makedóníu á Evrópumótinu á sunnudaginn. Hann náði að skora eitt mark og en fagn hans vakti mikla athygli.

Hann virtist vera að ausa fúkyrðum yfir einhvern og David Alaba, fyrirliði Austurríki, greip um kjaft hans svo að hann myndi hætta þessu rugli. Einhverjir vilja meina að Arnautovic hafi þarna verið að öskra rasískum orðum í átt að Ezgjan Alioski, leikmanni Norður-Makedóníu, sem er af albönskum ættum.

Þessi fyrrum framherji West Ham segist ekki vera rasisti en staðfestir þó að hann hafi sagt einhver vel valin orð eftir að hann skoraði.

Nú hefur UEFA hafið rannsókn á þessu fagni Arnautovic og skoða hvort hann hafi gerst sekur um rasisma. Verði hann fundinn sekur gæti hann verið sendur heim af mótinu og settur í bann frá keppnum UEFA.

Austurríki spilar gegn Hollandi á fimmtudaginn klukkan 19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila