Það var ansi mikið fjör í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu þar sem Tékkland vann sigur á Skotum.
Leikurinn fór fram í Glasgow en gestirnir sáu um að skora mörk leiksins og gerði Patrik Schick þau bæði.
Schick skoraði í sitthvorum hálfleiknum en markið í þeim síðari var glæsilegt, hann tók eftir því að David Marshall markvörður Skotlands var ekki vel staðsettur.
Schick lét því vaða á markið af 50 metra færi og boltinn endaði í netinu. Sjón er sögu ríkari en markið er hér að neðan.
Patrik Schick's second goal was from 49.7m which is the furthest distance from which a goal has been scored on record at the European Championships. The previous record 38.6m was by Germany midfielder Torsten Frings at Euro 2004.#EURO2020 #SCOCZE #patrickshick pic.twitter.com/tXgTLNvPlo
— 🏆GlobalSports🎖️ (@globalsportzone) June 14, 2021