fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Lengjudeildin: Dramatískur sigur ÍBV gegn Þór

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 14. júní 2021 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV tók á móti Þór á Hásteinsvelli í 6. umferð Lengjudeildar karla. Leiknum lauk með dramatískum 2-1 sigri ÍBV.

Stefán Ingi Sigurðarson, sem kom til ÍBV á láni frá Breiðablik fyrir tímabilið, kom heimamönnum yfir snemma leiks með skalla. Tæpum 20 mínútum síðar jafnaði Jóhann Helgi Hanesson metin og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Næst dró til tíðinda á 65. mínútu þegar Nökkvi Már Nökkvason fékk beint rautt spjald fyrir brot.

Guðjón Pétur Lýðsson fékk frábært tækifæri undir lok leiks til að koma heimamönnum aftur yfir þegar hann fékk vítaspyrnu en hann skaut yfir. Þá héldu flestir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Guðjón Ernir Hrafnkelsson skoraði í uppbótartíma og tryggði ÍBV þrjú mikilvæg stig.

ÍBV 2 – 1 Þór
1-0 Stefán Ingi Sigurðarson (´11)
1-1 Jóhann Helgi Hannesson (´29)
2-1 Guðjón Ernir Hrafnkelsson (´92)
Rautt spjald: Nökkvi Már Nökkvason (´65)
Misnotað víti: Guðjón Pétur Lýðsson (´89)

Upplýsingar um markaskorara fengust á fotbolti.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila