fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Yfirlýsing danska knattspyrnusambandsins: Munum halda áfram að vera til staðar fyrir hvort annað

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska knattspyrnusambandið gaf út yfirlýsingu í morgun um Christian Eriksen. Þar er sagt að rætt hafi verið við Christian Eriksen og að ástand hans sé stöðugt. Hann sendi kveðju á liðsfélaga sína.

Eins og flestir, ef ekki allir, vita þá hneig Eriksen niður í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á Evrópumótinu í gær. Hann andaði hvorki né var með púls um tíma og þurfti læknalið að beita hjartahnoði. Til allrar hamingju komst Eriksen þó aftur til meðvitundar og gat bæði talað og andað eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Knattspyrnusambandið segir að leikmaðurinn verði eitthvað áfram á sjúkrahúsi vegna rannsókna. Það þakkar einnig öllum þeim sem hafa sent leikmanninum og liðinu hlýjar kveðjur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu danska knattspyrnusambandsins í heild:

Í morgun töluðum við Christian Eriksen. Hann hefur sent kveðju á liðsfélaga sína. Ástand hans er stöðugt og mun hann vera áfram á sjúkrahúsi til frekari rannsókna. 

Leikmenn og starfsfólk landsliðsins hafa fengið áfallahjálp og munu áfram vera til staðar fyrir hvort annað eftir atvik gærdagsins. 

Okkur langar að þakka öllum þeim sem hafa sent hjartnæmar kveðjur á Christian Eriksen. Allt frá stuðningsmönnum, leikmönnum, konungsfjölskyldum Danmerkur og Bretlands, knattspyrnusamböndum, knattspyrnufélögum og fleirum. 

Við hvetjum alla til þess að senda kveðjur á danska knattspyrnusambandið. Við munum sjá til þess að þær skili sér allar til Christian og fjölskyldu hans. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísak Snær til Lyngby

Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum