fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Sýndi ótrúlega leiðtogahæfni í skelfilegum aðstæðum – Passaði að liðsfélaginn gleypti ekki tunguna og hughreysti konu hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 11:00

Simon Kjær hughreystir eiginkonu Eriksen um helgina. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Kjær, fyrirliði danska landsliðsins, sýndi svo sannarlega að hann er starfi sínu vaxinn í kjölfar þess að liðfélagi hans hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumótinu í gær.

Eins og flestir, ef ekki allir, vita þá hneig Christian Eriksen niður í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á Evrópumótinu í gær. Hann andaði hvorki né var með púls um tíma og þurfti læknalið að beita hjartahnoði. Til allrar hamingju komst Eriksen þó aftur til meðvitundar og gat bæði talað og andað eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Kjær gerði allt rétt í kjölfar atviksins. Hann fór að Eriksen og passaði að leikmaðurinn gleypti ekki tunguna er hann lá meðvitundarlaus. Kjær passaði einnig að líkamsstelling liðfélagans væri rétt.

Er læknalið mætti á staðinn fékk fyrirliðinn aðra liðsfélaga sína til að mynda mennskan vegg í kringum Eriksen til þess að passa að ekki væri hægt að mynda það sem var um að vera.

Kjær tók svo á móti konu Eriksen og reyndi að hughreysta hana á hræðilegu augnabliki.

Kjær er ein af hetjum gærdagsins. Hann átti án efa sinn þátt í því að Eriksen var bjargað. Sannur fyrirliði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila