fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 12:34

Frá gærdeginum. Mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson segir að með tímanum skilji hann minna og minna af hverju leikur Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í gær hafi verið haldið áfram eftir að Christian Eriksen hneig til jarðar.

Eins og flestir, ef ekki allir, vita þá hneig Eriksen niður í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á Evrópumótinu í gær. Hann andaði hvorki né var með púls um tíma og þurfti læknalið að beita hjartahnoði. Til allrar hamingju komst Eriksen þó aftur til meðvitundar og gat bæði talað og andað eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Leiknum var svo haldið áfram síðar um kvöldið. Það hefur vakið upp misjöfn viðbrögð.

Freyr var sérfræðingur í setti yfir leiknum. Hann segist enn dofinn en skilur ekki hvers vegna leiknum var haldið áfram.

,,Eftir að hafa legið yfir þessu í gær og í morgun, dofinn þá skil ég minna og minna af hverju leikurinn var settur af stað aftur. Það meikar engan sens,“ skrifaði Freyr á Twitter.

Hann segist ekki finna neina útskýringu á því af hverju Eriksen hneig niður í leiknum.

,,Núna bíða allir eftir útskýringum, hvernig gat þetta gerst. Ég er búinn að horfa á seinustu 20 min fyrir atburðinn aftur. Ekkert er óeðlilegt við C.Eriksen á þessum tíma. Maður skilur ekkert.“

Freyr vakti svo athygli á því að Eriksen sé ekki bólusettur. Atvikið hefur því ekkert með bóluefni að gera.

,,En eitt er mikilvægt að komi fram. C.Eriksen er ekki bólusettur. Þetta atvik hefur því enga tengingu við bóluefni.“

Að lokum sagði Freyr að það eina sem skipti virkilega máli væri það að vel gangi hjá Eriksen í dag.

,,Við sjáum fótboltann halda áfram að sameina fólk,“ bætti hann svo við.

Freyr Alexandersson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola biðst afsökunar

Guardiola biðst afsökunar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík
433Sport
Í gær

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Hefði aldrei selt Trossard

Hefði aldrei selt Trossard
433Sport
Í gær

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn