fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Var alls ekki sáttur með útsendinguna frá atburðarásinni skelfilegu – ,,Hún er bara galin“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson gagnrýndi þá sem sáu um útsendingu frá leik Dana og Finna á Evrópumótinu í dag. Hann sagði að of mikið hafi verið sýnt frá því sem fór fram á vellinum í kjölfar þess að Christian Eriksen hneig niður á vellinum.

Staðan var markalaus á 40. mínútu þegar mjög drungalegt atvik kom upp. Eriksen hneig niður og það þurfti að beita skyndihjálp. Það var lítið um að vera þegar Eriksen féll til jarðar og fljótt kom í ljós að um eitthvað alvarlegt væri að ræða. Sjúkrastarfsmenn mættu á staðinn og beittu hjartahnoði. Það kom svo í ljós síðar, til mikillar hamingju, að Eriksen væri vaknaður eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Eftir atvikið gátu áhorfendur sem horfðu á leikinn í sjónvarpi fylgst lengi með þessari óhugnanlegu atburðarás.

,,Maður verður að velta fyrir sér myndstjórninni frá þessu Evrópumóti. Hún er bara galin. Það var mikið sýnt, konan hans kom þarna inn og það var hrikalegt að horfa á þetta,“ sagði Máni í þættinum ,,EM í dag“ á Stöð 2 Sport.

Máni hrósaði Guðmundi Benediktssyni einnig fyrir það hversu fagmannlegur hann var í útsendingunni á þessum erfiðu augnablikum. Guðmundur lýsti leiknum.

Þorkell Máni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn
433Sport
Í gær

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann