fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Fyrsti sigur Stjörnunnar – Nikolaj afgreiddi FH

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 19:18

Hilmar Árni skoraði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk nýlega í 8. umferð Pepsi Max deildar karla.

Fyrsti sigur Stjörnunnar kom gegn Val

Stjarnan tók á móti Val á Samsung-vellinum í Garðabæ. Heimamenn unnu óvæntan sigur.

Rasmus Christiansen kom Val yfir á 27. mínútu. Hann kom boltanum þá í netið eftir klafs í teignum. Staðan í hálfleik var 0-1.

Stjarnan sneri leiknum við á stuttum kafla í upphafi seinni hálfleiks. Fyrst skoraði Hilmar Árni Halldórsson. Svo kom Heiðar Ægison heimamönnum yfir eftir flottan undirbúning Tristans Freys Ingólfsson. Lokatölur urðu 2-1.

Stjarnan lyftir sér upp í tíunda sæti með sigri. Þeir eru með 5 stig eftir átta leiki. Valur er í öðru sæti með 17 stig. Þeir misstu toppsætið vegna úrslita kvöldsins.

Nikolaj aðalmaðurinn í sigri Víkinga

Víkingur Reykjavík fór á toppinn eftir góðan sigur á FH á heimavelli.

Nikolaj Hansen kom þeim yfir á 28. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0.

Framherjinn bætti svo við öðru marki til að gulltryggja sigurinn í lok leiks.

Víkingar eru enn taplausir í deildinni. Þeir eru nú á toppnum með 18 stig, stigi meira en Valur. FH er í sjötta sæti með 10 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Í gær

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 3 dögum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“