fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Eriksen féll til jarðar og skyndihjálp var beitt – Heimurinn biður fyrir honum

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 16:58

Christian Eriksen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög drungalegt atvik kom upp í leik Danmerkur og Finnlands á EM sem nú stendur yfir. Christian Eriksen féll til jarðar og það þurfti að beita skyndihjálp.

Það var lítið um að vera þegar Eriksen féll til jarðar og fljótt kom í ljós að um eitthvað alvarlegt væri að ræða. Sjúkrastarfsmenn mættu á staðinn og beittu hjartahnoði.

Það verður að teljast ólíklegt að leik verði haldið áfram. Knattspyrnuheimurinn biður fyrir Eriksen.

Þegar þetta er skrifað hefur töluverð töf orðið á leiknum. Leikmaðurinn hefur verið borinn af velli.

Meira verður skrifað um þetta mál um leið og frekari upplýsingar koma fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Með 14 milljónir á viku en þarf að dúsa á þessu hóteli næstu daga – Sjáðu myndbandið

Með 14 milljónir á viku en þarf að dúsa á þessu hóteli næstu daga – Sjáðu myndbandið