fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

EM 2020: Sviss og Wales skildu jöfn í Bakú

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 15:01

Gareth Bale. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sviss og Wales mættust í A-riðli Evrópumótsins í fyrsta leik dagsins. Leikið var í Bakú í Aserbaídsjan og lauk leiknum með jafntefli.

Sviss var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora. Staðan í leikhléi var markalaus.

Fyrsta markið kom þó snemma í seinni hálfleik. Þar var að verki Breel Embolo fyrir Sviss. Hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu sem tekin var af Xherdan Shaqiri.

Wales tókst að jafna þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Kieffer Moore skoraði þá með góðum skalla eftir sendingu Joe Morrell.

Mario Gavranovic, leikmaður Sviss, kom boltanum í netið á 84. mínútu. Það mark var þó dæmt af vegna rangstöðu. Notast var við myndbandsdómgæslu.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark. Lokatölur 1-1.

Þessi lið eru í riðli með Ítalíu og Tyrklandi. Fyrrnefnda liðið vann einvígi þeirra í fyrsta leik riðilsins í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári