fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

EM 2020: Finnar unnu Dani í leik sem verður minnst fyrir allt annað en knattspyrnu

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 19:39

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnland vann Danmörku í B-riðli Evrópumótsins í leik sem er nýlokið á Parken í Kaupmannahöfn. Leikurinn féll þó í skugga þess þegar Christian Eriksen féll til jarðar í lok fyrri hálfleiks.

Staðan var markalaus á 40. mínútu þegar mjög drungalegt atvik kom upp. Christian Eriksen féll til jarðar og það þurfti að beita skyndihjálp. Það var lítið um að vera þegar Eriksen féll til jarðar og fljótt kom í ljós að um eitthvað alvarlegt væri að ræða. Sjúkrastarfsmenn mættu á staðinn og beittu hjartahnoði. Það kom svo í ljós síðar, til mikillar hamingju, að Eriksen væri vaknaður eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Mikið hefur verið fjallað um málið á 433.is síðustu klukkustundir og er hægt að nálgast meira á síðunni.

Að leiknum. Leiknum var haldið áfram eftir langt hlé. Síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks voru spilaðar og svo kom hálfleikur. Markalaust.

Joel Pohjanpalo kom Finnum yfir á 59. mínútu gegn gangi leiksins. Þetta var fyrsta mark Finna á stórmóti, enda þeirra fyrsti leikur á stórmóti. Pohjanpalo fagnaði ekki mikið í ljósi aðstæðna.

Danmörk fékk tækifæri til að jafna á 74. mínútu er þeir fengu víti. Pierre-Emile Hojbjerg steig á punktinn en Lukas Hradecky varði frá honum. Dönum tókst ekki að jafna. Lokatölur 0-1.

Dýrmæt þrjú stig fyrir Finna. Leikurinn gegn Belgum þann 17. júní er nú orðinn ansi mikilvægur fyrir Dani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári