

Cristiano Ronaldo er talinn einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar og hefur í gegnum árin þénað vel á því að spila knattspyrnu fyrir stærstu knattspyrnufélög í heiminum. Einn af þeim hlutum sem Ronaldo eyðir launum sínum í eru bílar. Bílafloti Ronaldo er metinn á um það bil 17 milljónir punda en það jafngildir rúmlega 2.9 milljörðum íslenskra króna.
Á dögunum bætti Ronaldo við Bugatti Centodieci í flota sinn, bílinn kemur í takmörkuðu upplagi og talið er að Ronaldo sé einn af tíu eigendum slíkra bíla í heiminum. Bílinn er enn í framleiðslu og verður afhentur eigendum sínum á næsta ári. kostar hann 8,5 milljónir punda.
Ronaldo skellti sér svo í verksmiðju Ferrari á dögunum og keypti sér Ferrari Monza bíl sem kostar tæpar 2 milljónir punda eða vel yfir 300 milljónir íslenskra króna.

Bílaflota Ronaldo má sjá hér að neðan.

MERCEDES G-WAGON BRABUS, £600,000

BUGATTI CHIRON, £2.15MILLION

BUGATTI VEYRON, £1.7M

LAMBORGHINI AVENTADOR, £260,040

ROLLS ROYCE CULLINAN, Frá £330,000

CHEVROLET CAMARO, £35,000

FERRARI F12 TDF, £350,000

RANGE ROVER SPORT, £100,000

MERCEDES AMG GLE 63, £127,000

MCLAREN SENNA, £1MILLION

BENTLEY CONTINENTAL GT, Frá £151,000
