fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Leikmaður Rúmeníu neitaði að krjúpa á hné – Vildi styðja liðsfélaga sinn

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicolae Stanciu, leikmaður rúmenska landsliðsins, neitaði að krjúpa á hné í vináttulandsleiknum við England í gær. Hann tók þessa ákvörðun til þess að styðja við liðsfélaga sinn í Slavia Prague, Ondrej Kudela, sem var dæmdur í 10 leikja bann fyrir rasísk ummæli.

UEFA dæmdi Ondrej Kudela, leikmann Slavia Prague, í 10 leikja bann eftir seinni leikinn í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Rangers. Opinber rannsókn UEFA fann hann sekan um rasísk ummæli og getur hann því ekki tekið þátt á EM í sumar.

Félagi hans í Slavia Prague og leikmaður rúmenska landsliðsins, Nicolae Stanciu, sagðist hafa sleppt því að krjúpa á hné til að styðja vin sinn sem hafi farið í bann án nokkurra sönnunargagna.

„Ég gerði það sama með Slavia þegar við spiluðum gegn Arsenal í 8-liða úrslitum,“ sagði Stanciu við Daily Record.

„Ég ákvað að gera þetta fyrir félaga minn sem var dæmdur í 10 leikja bann án nokkurra sönnunargagna.“

Ionuț Nedelcearu, leikmaður AEK, neitaði einnig að krjúpa á hné. Allir aðrir leikmenn á vellinum tóku þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila