Suður Ameríkubikarinn á að hefjast í næstu viku og fara fram í Brasilíu, fyrst um sinn átti hann að fara fram í Kólumbíu en vegna COVID smita var hann færður til Argentínu.
Smitum fór svo að fjölga í Argentínu og var mótið að lokum fært yfir til Brasilíu þar sem þriðja bylgja veirunnar er nú í gangi.
Leikmenn Brasilíu eru sagðir verulega óhressir með þetta og sást það best í gær þegar Casemiro neitaði að mæta á fréttamannafund.
Í fréttum kemur fram að leikmenn Brasilíu séu jafnvel að spá í að mæta ekki til leiks í mótinu, þeir eru mjög óhressir með að mótið hafi verið fært yfir til Brasilíu.
470 þúsund hafa látið lífið í Brasilíu vegna veirunnar og er ástandið þar í landi ekki gott.