Tæpur helmingur af leikmönnum belgíska landsliðsins í fótbolta hafnaði því að fá bólusetningu fyrir COVID-19. Yfirvöld í Belgíu höfðu gefið grænt ljós á það að landsliðið fengi forgang í bólusetningu fyrir Evrópumótið í sumar.
Sprauta átti leikmennina með bóluefni Pfizer en helmingur leikmannahópsins afþakkaði sprautuna, þeir telja að hún geti truflað undirbúning fyrir stórmótið.
Leikmenn Belga telja að bólusetning á þessu augnabliki geti truflað undirbúning, þeir ætla sér að vinna mótið og vilja enga truflun.
Fjöldi landsliða hefur fengið bólusetningu fyrir mótið en veirusmit eru byrjuð að setja strik í reikninginn, þannig er smit í hópi Skotlands og fjöldinn allur farinn í sóttkví vegna þess.
Belgía er efst á styrkleikalista FIFA og því ansi líklegt árangurs á mótinu sem hefst eftir níu dag.