fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Mikil óánægja með áhorfendafjölda á stórleiknum

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 20:35

Úr leik Swansea og Brentford í Championship deildinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brentford og Swansea hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir því að fleiri áhorfendum verði hleypt á úrslitaleik liðanna um sæti í ensku úrvalsdeildinni sem fer fram næsta laugardag á Wembley.

Klúbbarnir eru ósáttir við það að aðeins tíu þúsund áhorfendur verði leyfðir á leiknum en 21. þúsund manns voru á Wembley þegar Leicester sigraði Chelsea í úrslitaleik FA bikarsins fyrr í mánuðinum.

Formaður Brentford, Jon Varney, segir ákvörðunina fáránlega.

„Okkur finnst það ósanngjarnt að fyrir aðeins nokkrum dögum var yfir 20. þúsund manns hleypt á úrslitaleik FA bikarsins og viðræður voru í gangi um að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sama velli með jafnmörgum áhorfendum.“

„Það er fáránlegt að úrslitaleikurinn um sæti í ensku úrvalsdeildinni fái helmingi færri áhorfendur.“

Norwich og Watford hafa nú þegar tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og ræðst það á laugardag hvort að Brentford eða Swansea bætist við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot