fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Hvað gerir Ronaldo? – „Hef unnið allt sem ég ætlaði mér hjá Juve“

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus þurfti nauðsynlega á sigri að halda á sunnudag og vakti það því mikla athygli þegar Pirlo ákvað að nota Cristiano Ronaldo ekki í þeim leik.

Juventus vann Bologna 4-1 án stjörnuframherjans sem er markahæsti maður deildarinnar og náðu með sigrinum að tryggja sér Meistaradeildarsæti þar sem Napoli gerði jafntefli í sínum leik.

Þetta hefur vakið upp vangaveltur um framtíð Cristiano Ronaldo hjá ítalska stórliðinu. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Manchester United samkvæmt frétt Daily Mail og þá er PSG einnig í umræðunni.

Juventus heldur því fram að Pirlo og Ronaldo verði báðir áfram hjá klúbbnum á næsta tímabili en talið er að Juventus gæti þurft að losa portúgölsku stjörnunna vegna launapakkans.

Í febrúar greindi stjórn Juventus frá því að félagið hefði tapað rúmum 100 milljónum evra á fyrri helmingi tímabilsins vegna Covid-19. Ronaldo fær dágóða summu á viku, fjórfalt meira en sá sem er næst-launahæstur í deildinni. Ronaldo á eitt ár eftir af samningi sínum við Juventus.

Ronaldo setti færslu á Instagram í dag þar sem hann gerði upp tímabilið. Þar segist hann hafa unnið allt sem hann ætlaði sér hjá Juventus:

„Með þessum áfanga, náði ég markmiði sem ég setti mér þegar ég kom til Ítalíu: að vinna deildina, bikarinn og Ofurbikarinn ásamt því að verða markahæstur og valinn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Ronaldo í færslu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“