fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Uppboð á treyju Xabi Alonso til styrktar Umhyggju

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpoolklúbburinn á Íslandi stendur nú fyrir uppboði á treyju sem merkt er af Xabi Alonso, fyrrum leikmanni liðsins. Uppoðið er til styrktar Ummhyggju, félags langveikra barna og rennur allur ágóði þangað.

Uppboðið á treyjunni er til minningar um Kamillu Eir Styrmisdóttur sem lést þann 6. maí síðastliðinn, rétt tæplega sex mánaða gömul. Hún barðist við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA.

Færsla Liverpoolklúbbsins á Íslandi

Liverpoolklúbburinn á Íslandi stendur fyrir uppboði á mögnuðum grip sem hver stuðningsmaður yrði stoltur af að eiga. Uppboðið er til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna.

Kamilla Eir Styrmisdóttir lést 6. maí síðastliðinn, rétt tæplega sex mánaða gömul. Kamilla barðist bæði við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA á sinni stuttu ævi.

Fjölskylda Kamillu heitinnar er miklir stuðningsmenn Liverpool og því hefur Liverpoolklúbburinn á Íslandi ákveðið að efna til uppboðs á treyju til minningar um Kamillu. Treyjan er merkt Xabi Alonso og árituð af þessum frábæra leikmanni, sem lék með Liverpool árin 2004-2009.

Ágóðinn af uppboðinu mun renna óskiptur til Umhyggju – félags langveikra barna, sem veitti fjölskyldu Kamillu mikinn stuðning í veikindum hennar og eftir að hún lést.

Boð í gripinn er hægt að senda á netfangið hjalp@liverpool.is. Hægt er að fylgjast með hæsta boði hverju sinni á vef klúbbsins, http://www.liverpool.is/News/Item/24038/Uppbod-til-styrktar-umhyggju

Uppboðið hófst í morgun og stendur í viku.

Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Indriðason formaður Liverpoolklúbbsins í síma 694-3665.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Firmino fer til Katar