fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Uppboð á treyju Xabi Alonso til styrktar Umhyggju

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpoolklúbburinn á Íslandi stendur nú fyrir uppboði á treyju sem merkt er af Xabi Alonso, fyrrum leikmanni liðsins. Uppoðið er til styrktar Ummhyggju, félags langveikra barna og rennur allur ágóði þangað.

Uppboðið á treyjunni er til minningar um Kamillu Eir Styrmisdóttur sem lést þann 6. maí síðastliðinn, rétt tæplega sex mánaða gömul. Hún barðist við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA.

Færsla Liverpoolklúbbsins á Íslandi

Liverpoolklúbburinn á Íslandi stendur fyrir uppboði á mögnuðum grip sem hver stuðningsmaður yrði stoltur af að eiga. Uppboðið er til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna.

Kamilla Eir Styrmisdóttir lést 6. maí síðastliðinn, rétt tæplega sex mánaða gömul. Kamilla barðist bæði við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA á sinni stuttu ævi.

Fjölskylda Kamillu heitinnar er miklir stuðningsmenn Liverpool og því hefur Liverpoolklúbburinn á Íslandi ákveðið að efna til uppboðs á treyju til minningar um Kamillu. Treyjan er merkt Xabi Alonso og árituð af þessum frábæra leikmanni, sem lék með Liverpool árin 2004-2009.

Ágóðinn af uppboðinu mun renna óskiptur til Umhyggju – félags langveikra barna, sem veitti fjölskyldu Kamillu mikinn stuðning í veikindum hennar og eftir að hún lést.

Boð í gripinn er hægt að senda á netfangið hjalp@liverpool.is. Hægt er að fylgjast með hæsta boði hverju sinni á vef klúbbsins, http://www.liverpool.is/News/Item/24038/Uppbod-til-styrktar-umhyggju

Uppboðið hófst í morgun og stendur í viku.

Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Indriðason formaður Liverpoolklúbbsins í síma 694-3665.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“